Fréttir af Alþjóðlegri athafnaviku » Nýsköpunarmiðstöð með viðburði víða um land í Athafnaviku

 0 Comments- Add comment | Back to Fréttir Written on 12-Nov-2009 by svenni57

Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður með fjölbreytta dagskrá í Athafnavikunni. Í Reykjavík verður kaffihúsahittingur á Súfistanum á Laugavegi fimmtudaginn 19. nóvember þar sem frumkvöðlar og athafnafólk miðla af reynslu sinni. Nýsköpunarmiðstöð verður með opið hús í höfuðstöðvunum þriðjudaginn 17. nóvember fyrir þá sem vilja reifa viðskiptahugmyndir, fá ráð um stofnun fyrirtækis eða bara kíkja í heimsókn. Einnig stendur Nýsköpunarmiðstöð fyrir hádegisfundi í Háskólanum í Reykjavík þar sem fyrirmyndarkvenfrumkvöðlar stíga á stokk.

Á landsbyggðinni verður haldið upp á Athafnavikuna með ýmsum hætti.  Á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga verða haldnir opnir fundir undir heitinu Norðurljós: Kveikjum á perunni! en þeim er ætlað að lýsa upp skammdegið með hugmyndavinnu þar sem unnið verður með tækifæri og möguleika á svæðinu.

Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri ásamt aðilum í stuðningsumhverfi atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi standa fyrir viðburðum á hverjum degi í Athafnavikunni á Amts-café og ráðgjafatorgi í Ketilhúsinu fimmtudaginn 19. nóvember þar sem kynnt verða góð dæmi um drifkraftinn í norðlensku athafnalífi og stofnanir kynna þjónustu sína við athafnafólk.

Fab Lab smiðja Nýsköpunarmiðstöðvar í Vestmannaeyjum lætur ekki sitt eftir liggja og heldur nokkra kynningarfundi um frumgerðasmíði í Fab Lab sem gagnast vel einstaklingum og fyrirtækjum í vöruþróun.  Meðal annars verður sýnt frá fyrirlestri um frumgerðasmíði við MIT háskólann í gegnum fjarfundabúnað þar sem prófessor Neil Gershenfeld miðlar af snilld sinni.

Þá verður fjölmargt um að vera á Höfn í Hornafirði og mun Nýsköpunarmiðstöð m.a. standa fyrir osmósutilraunum, en osmósuvirkjanir gætu verið virkjanir framtíðarinnar á Íslandi. Einnig verður m.a. boðið upp á hláturjóga, heimamarkað, íbúar munu prjóna kærleikstrefil og mála sameiginlegt málverk.

Mánudagur 16. nóvember

Hvað: Frumkvæði og framkvæmdagleði

Hvar og hvenær: Amts-café (Amtsbókasafninu), Akureyri, kl. 12:15-12:45 dagana 16. – 20. nóvember.

Framsækið fólk flytur áhugaverð erindi úr ólíkum áttum í hádeginu á Amts-Café alla virka daga Athafnavikunnar.

Hvað: Athafnavikan á Hornafirði

Hvar og hvenær: Nýheimar, Höfn í Hornafirði alla dagana.

Á Höfn í Hornafirði í Nýheimum verður haldið upp á Athafnavikuna  með ýmsum hætti.

Kærleikstrefill: Allir bæjarbúar geta komið við í Nýheimum og prjónað nokkrar umferðir á kærleikstreflinum. Bara að muna að taka með garn að heiman!

Málverk: Gerð verður skissa að málverki og munu bæjarbúar fá lítinn reit til að mála.

Hljóðfæri og „speakers' corner“: Hornfirðingar geta látið ljós sitt skína í Nýheimum, hvort sem er með söng og hljóðfæraleik eða með málfrelsið eitt að vopni.

Þriðjudagur 17. nóvember

Hvað: Ef við - þá þú! Hvernig ná kvenfrumkvöðlar árangri?  

Hvar og hvenær: kl. 12.10 – 13.00. Staðsetning: HR - Ofanleiti 2, stofa 101. 

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Enterprise Europe Network hvetja konur til að finna frumkvöðulinn í sér! Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri Stika hefur verið útnefnd fyrirmyndarkvenfrumkvöðull á Íslandi. Svana mun miðla af reynslu sinni af frumkvöðlastarfi ásamt Ingibjörgu Valgeirsdóttur stofnanda ASSA Þekkingar og þjálfunar.

Hvað: Fab Lab (fabrication laboratory) fyrir frumgerðarsmíði

Hvar og hvenær: Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum, Bárustíg 1, kl: 12:00-13:00

Kynnt verða tækifæri fyrir athafnafólk til að smíða vörufrumgerðir  í Fab Lab smiðjunni í Eyjum. Fjallað verður um möguleika tölvustýrðra fræsivéla, laserskurðartækja og vínylskera.

Hvað: Osmósutilraunir

Hvar og hvenær: Nýheimar (miðrými), Höfn í Hornafirði kl. 12:15

Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur að osmósutilraunum með eggi í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Hver veit nema osmósuvirkjanir verði það sem koma skal á Íslandi?

Hvað: Norðurljós: Kveikjum á perunni! – Opinn fundur

Hvar og hvenær: Mælifell, Sauðárkróki, kl. 11-14

Líkt og norðurljósin varpa birtu á dimmum vetrarkvöldum er ætlunin að lýsa upp skammdegið með öflugri hugmyndavinnu þar sem unnið verður með tækifæri og möguleika á svæðinu.

Dagskrá opins fundar:

kl. 11:00 - Kveikt á perunni - Stutt erindi um hugmyndir og vöruþróun
kl. 11:15 – Hugmyndasmiðja
kl. 12:15 - Léttur hádegisverður
kl. 12:30 - Að fenginni reynslu - Reynslusaga frumkvöðuls
kl. 13:00 - Hugmyndir og hvað svo? - Unnið með hugmyndir og næstu skref
kl. 14:00 – Dagskrárlok

Að viðburðinum standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Byggðastofnun, Vinnumálastofnun, Atvinnumál  kvenna, Menningarráð Norðurlands vestra, SSNV, Vaxtarsamningur Norðurlands vestra og Virkja. Allir velkomnir án endurgjalds. Hittumst hress og hugmyndarík.

Hvað: Opið hús hjá Nýsköpunarmiðstöð

Hvar og hvenær: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Keldnaholti í Grafarvogi, Reykjavík kl. 15:00 – 17:00.

Ertu með viðskiptahugmynd? Ertu að hugsa um að stofna fyrirtæki? Eða langar þig bara að forvitnast um starfsemina? Kíktu í kaffi!

Miðvikudagur 18. nóvember

Hvað: Nýsköpunarstefna fyrir Vestmannaeyjar - umræðufundur

Hvar og hvenær: Nýsköpunarmiðstöð Íslands í  Vestmannaeyjum, Bárustíg 1, kl. 10:00-12:00.

Opnar umræður sem stýrt verður af fulltrúum Nýsköpunarmiðstöðvar  og Atvinnuþróunarfélags Suðurlands um væntanlega nýsköpunarstefnu fyrir Vestmannaeyjar. 

Hvað: Fab Academy - tölvustýrð fræsing

Hvar og hvenær: Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum, Bárustíg 1, kl. 13:00-18:00.

Kennd verða helstu atriði sem skipta máli varðandi tölvustýrða fræsingu. Prófessor Neil Gershenfeld  frá MIT verður með fyrirlestur í gegnum fjarfundabúnað og á staðnum verður farið yfir notkun á tækjunum.

Hvað: Norðurljós: Kveikjum á perunni! – Opinn fundur

Hvar og hvenær: Félagsheimilið, Blönduósi, kl. 11-14

Líkt og norðurljósin varpa birtu á dimmum vetrarkvöldum er ætlunin að lýsa upp skammdegið með öflugri hugmyndavinnu þar sem unnið verður með tækifæri og möguleika á svæðinu.

Dagskrá opins fundar:

kl. 11:00 - Kveikt á perunni - Stutt erindi um hugmyndir og vöruþróun
kl. 11:15 – Hugmyndasmiðja
kl. 12:15 - Léttur hádegisverður
kl. 12:30 - Að fenginni reynslu - Reynslusaga frumkvöðuls
kl. 13:00 - Hugmyndir og hvað svo? - Unnið með hugmyndir og næstu skref
kl. 14:00 – Dagskrárlok

Að viðburðinum standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Byggðastofnun, Vinnumálastofnun, Atvinnumál  kvenna, Menningarráð Norðurlands vestra, SSNV, Vaxtarsamningur Norðurlands vestra og Virkja. Allir velkomnir án endurgjalds. Hittumst hress og hugmyndarík.

Fimmtudagur 19.  nóvember

Hvað: Úr reynsluheimi frumkvöðla -  Kaffihúsahittingur

Hvar og hvenær: Súfistinn, Laugavegi 18 kl. 12:00– 13:00.

Nú er kominn tími fyrir jákvæðar fréttir! Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur safnað saman frábæru athafnafólki til að miðla af reynslu sinni. Athafnafólkið fær aðeins fimm mínútur til að segja okkur eitthvað skemmtilegt og gefa góð ráð.

Hvað: Þrívíddarhönnun með Blender

Hvar og hvenær: Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum, Bárustíg 1, kl: 10:00-12:00

Kennd verða grunnatriði í notkun á frjálsum og opnum þrívíddarhugbúnaði (Blender)  til að gera módel, teiknimyndir og tölvuleiki.

Hvað: Norðurljós: Kveikjum á perunni! – Opinn fundur

Hvar og hvenær: Café síróp, Hvammstanga, kl. 11-14

Líkt og norðurljósin varpa birtu á dimmum vetrarkvöldum er ætlunin að lýsa upp skammdegið með öflugri hugmyndavinnu þar sem unnið verður með tækifæri og möguleika á svæðinu.

Dagskrá opins fundar:

kl. 11:00 - Kveikt á perunni - Stutt erindi um hugmyndir og vöruþróun
kl. 11:15 – Hugmyndasmiðja
kl. 12:15 - Léttur hádegisverður
kl. 12:30 - Að fenginni reynslu - Reynslusaga frumkvöðuls
kl. 13:00 - Hugmyndir og hvað svo? - Unnið með hugmyndir og næstu skref
kl. 14:00 – Dagskrárlok

Að viðburðinum standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Byggðastofnun, Vinnumálastofnun, Atvinnumál  kvenna, Menningarráð Norðurlands vestra, SSNV, Vaxtarsamningur Norðurlands vestra og Virkja. Allir velkomnir án endurgjalds. Hittumst hress og hugmyndarík.

Hvað: Drifkraftur og athafnasemi - ráðgjafatorg

Hvar og hvenær: Ketilhúsið, Akureyri kl. 15:00 – 18:00.

Aðilar í stuðningsumhverfi atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi munu veita upplýsingar um þjónustu sína og kynnt verða góð dæmi um drifkraftinn í norðlensku atvinnulífi.

kl. 15:00 - Grasrót – iðngarðar og nýsköpun
Kl. 15:30 - Gebris – nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu
kl. 16:00 - Stofnun Vilhjálms Stefánssonar – Trossan
Kl. 16:30 - Snjótöfrar og jólasveinarnir í Dimmuborgum
Kl. 17:00 - North Hunt – skotveiðitengd ferðaþjónusta
Kl. 17:30 - Sævör ehf. – Náttúrutengd köfun í ferðaþjónustu.

Föstudagur 20.  nóvember

Hvað: Opið hús hjá Nýsköpunarmiðstöð á Húsavík

Hvar og hvenær: Garðarsbraut 5, 3. hæð kl. 9:00 – 12:00.

Ertu með viðskiptahugmynd? Ertu að hugsa um að stofna fyrirtæki? Eða langar þig bara að forvitnast um starfsemina? Kíktu í kaffi!

Hvað: Frumkvöðlar í Vísindaporti

Hvar og hvenær: Háskólasetur Vestfjarða, Ísafirði kl. 12:10

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur fengið þrjá frumkvöðla til að miðla af reynslu sinni í Vísindaportinu sem er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum í Háskólasetri Vestfjarða. Fulltrúar fyrirtækjanna Kerecis, Ferðaþjónustunnar Arnardal og Murr  munu fjalla um þeirra sýn á ferlið frá hugmynd til vöru.

Send to a friend

Comments

  • There are currently no comments for this post

You must be a member of the community to comment. Join the community or sign in if you are already a member.

Loading …
  • Server: web1.webjam.com
  • Total queries:
  • Serialization time: 68ms
  • Execution time: 99ms
  • XSLT time: $$$XSLT$$$ms