Fréttir af Alþjóðlegri athafnaviku »
Viewing Posts matching 'athafnavika'

Ný sóknarfæri á Norðurlandi vestra

 0 Comments- Add comment Written on 13-Nov-2009 by svenni57

Í tilefni af alþjóðlegri athafnaviku, býður Landsvirkjun, í samstarfi við Vaxtarsamning Norðurlands vestra, til samráðsfundar í Blönduvirkjun, fimmtudaginn 19. nóvember næstkomandi.  Fundurinn stendur frá kl. 14 – 18. 

Ný sóknarfæri á Norðurlandi vestra – umhverfi og afurðir  

Rætt verður um þau sóknarfæri sem felast í umhverfisvænum áherslum í atvinnu- og menningarlífi í fjórðungnum.  Sem dæmi ná nefna nýja og/eða betri nýtingu afurða, jafnvægi milli verndunar og aðgengis náttúruperla, fræðslu og rannsóknir. 

Fundinum er ætlað að skapa umræðu og gerjun og tengja saman fólk sem hefur áhuga á þessum málum og vill eiga þátt í að móta hugmyndir og gera að veruleika.   

DAGSKRÁ 

14.00             Setning fundar    Þorsteinn Hilmarsson, Landsvirkjun 
14.10             Fyrirkomulag fundar 
14.20             Kynning þátttakenda 
15.05             Auðlindir og mannauður á Norðurlandi vestra – heildarmyndin 
15.15             Kaffihlé 
15.30             Hvað væri mögulegt?  Hugmyndir, umræða og úrvinnsla 
17.15             Hvað svo?    
17.45             Vaxtarsamningur og sóknarfærin Hjördís Gíslad. framkv. Vaxtarsamnings                                                   
17.55             Fundarslit 
18.00             Skoðunarferð um Blönduvirkjun 
18.45             Kvöldverður í boði Landsvirkjunar 

Umsjón með fundinum hefur Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hjá ILDI, ráðgjöf og þjónustu.  

Hvers vegna Landsvirkjun? 

Eins og fram kom hér að ofan er alþjóðleg athafnavika kveikjan að því að þessi fundur er haldinn nú.  Landsvirkjun hefur 
markað sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og vill taka þátt í verkefnum sem leitt geta til jákvæðrar þróunar á þeim 
stöðum þar sem fyrirtækið er með starfsemi.  Samkvæmt upplýsingum frá heimamönnum er víða á Norðurlandi vestra 
verið að skoða sóknarfæri sem felast í umhverfisvænum áherslum varðandi afurðir og margt fleira.  Fundurinn er 
haldinn til að leiða saman aðila af öllum svæðum fjórðungsins.  Fundurinn er í umsjón hlutlauss fagaðila, sem mun í 
samvinnu við framkvæmdastjóra Vaxtarsamnings vinna samantekt um skilaboð fundarins.  Ef fundarmenn ákveða að 
halda áfram að vinna að þessum málum, hefur Landsvirkjun áhuga á að vera þátttakandi í því. 

Send to a friend

Nýsköpunarmiðstöð með viðburði víða um land í Athafnaviku

 0 Comments- Add comment Written on 12-Nov-2009 by svenni57

Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður með fjölbreytta dagskrá í Athafnavikunni. Í Reykjavík verður kaffihúsahittingur á Súfistanum á Laugavegi fimmtudaginn 19. nóvember þar sem frumkvöðlar og athafnafólk miðla af reynslu sinni. Nýsköpunarmiðstöð verður með opið hús í höfuðstöðvunum þriðjudaginn 17. nóvember fyrir þá sem vilja reifa viðskiptahugmyndir, fá ráð um stofnun fyrirtækis eða bara kíkja í heimsókn. Einnig stendur Nýsköpunarmiðstöð fyrir hádegisfundi í Háskólanum í Reykjavík þar sem fyrirmyndarkvenfrumkvöðlar stíga á stokk.

Á landsbyggðinni verður haldið upp á Athafnavikuna með ýmsum hætti.  Á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga verða haldnir opnir fundir undir heitinu Norðurljós: Kveikjum á perunni! en þeim er ætlað að lýsa upp skammdegið með hugmyndavinnu þar sem unnið verður með tækifæri og möguleika á svæðinu.

Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri ásamt aðilum í stuðningsumhverfi atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi standa fyrir viðburðum á hverjum degi í Athafnavikunni á Amts-café og ráðgjafatorgi í Ketilhúsinu fimmtudaginn 19. nóvember þar sem kynnt verða góð dæmi um drifkraftinn í norðlensku athafnalífi og stofnanir kynna þjónustu sína við athafnafólk.

Fab Lab smiðja Nýsköpunarmiðstöðvar í Vestmannaeyjum lætur ekki sitt eftir liggja og heldur nokkra kynningarfundi um frumgerðasmíði í Fab Lab sem gagnast vel einstaklingum og fyrirtækjum í vöruþróun.  Meðal annars verður sýnt frá fyrirlestri um frumgerðasmíði við MIT háskólann í gegnum fjarfundabúnað þar sem prófessor Neil Gershenfeld miðlar af snilld sinni.

Þá verður fjölmargt um að vera á Höfn í Hornafirði og mun Nýsköpunarmiðstöð m.a. standa fyrir osmósutilraunum, en osmósuvirkjanir gætu verið virkjanir framtíðarinnar á Íslandi. Einnig verður m.a. boðið upp á hláturjóga, heimamarkað, íbúar munu prjóna kærleikstrefil og mála sameiginlegt málverk.

Mánudagur 16. nóvember

Hvað: Frumkvæði og framkvæmdagleði

Hvar og hvenær: Amts-café (Amtsbókasafninu), Akureyri, kl. 12:15-12:45 dagana 16. – 20. nóvember.

Framsækið fólk flytur áhugaverð erindi úr ólíkum áttum í hádeginu á Amts-Café alla virka daga Athafnavikunnar.

Hvað: Athafnavikan á Hornafirði

Hvar og hvenær: Nýheimar, Höfn í Hornafirði alla dagana.

Á Höfn í Hornafirði í Nýheimum verður haldið upp á Athafnavikuna  með ýmsum hætti.

Kærleikstrefill: Allir bæjarbúar geta komið við í Nýheimum og prjónað nokkrar umferðir á kærleikstreflinum. Bara að muna að taka með garn að heiman!

Málverk: Gerð verður skissa að málverki og munu bæjarbúar fá lítinn reit til að mála.

Hljóðfæri og „speakers' corner“: Hornfirðingar geta látið ljós sitt skína í Nýheimum, hvort sem er með söng og hljóðfæraleik eða með málfrelsið eitt að vopni.

Þriðjudagur 17. nóvember

Hvað: Ef við - þá þú! Hvernig ná kvenfrumkvöðlar árangri?  

Hvar og hvenær: kl. 12.10 – 13.00. Staðsetning: HR - Ofanleiti 2, stofa 101. 

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Enterprise Europe Network hvetja konur til að finna frumkvöðulinn í sér! Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri Stika hefur verið útnefnd fyrirmyndarkvenfrumkvöðull á Íslandi. Svana mun miðla af reynslu sinni af frumkvöðlastarfi ásamt Ingibjörgu Valgeirsdóttur stofnanda ASSA Þekkingar og þjálfunar.

Hvað: Fab Lab (fabrication laboratory) fyrir frumgerðarsmíði

Hvar og hvenær: Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum, Bárustíg 1, kl: 12:00-13:00

Kynnt verða tækifæri fyrir athafnafólk til að smíða vörufrumgerðir  í Fab Lab smiðjunni í Eyjum. Fjallað verður um möguleika tölvustýrðra fræsivéla, laserskurðartækja og vínylskera.

Hvað: Osmósutilraunir

Hvar og hvenær: Nýheimar (miðrými), Höfn í Hornafirði kl. 12:15

Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur að osmósutilraunum með eggi í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Hver veit nema osmósuvirkjanir verði það sem koma skal á Íslandi?

Hvað: Norðurljós: Kveikjum á perunni! – Opinn fundur

Hvar og hvenær: Mælifell, Sauðárkróki, kl. 11-14

Líkt og norðurljósin varpa birtu á dimmum vetrarkvöldum er ætlunin að lýsa upp skammdegið með öflugri hugmyndavinnu þar sem unnið verður með tækifæri og möguleika á svæðinu.

Dagskrá opins fundar:

kl. 11:00 - Kveikt á perunni - Stutt erindi um hugmyndir og vöruþróun
kl. 11:15 – Hugmyndasmiðja
kl. 12:15 - Léttur hádegisverður
kl. 12:30 - Að fenginni reynslu - Reynslusaga frumkvöðuls
kl. 13:00 - Hugmyndir og hvað svo? - Unnið með hugmyndir og næstu skref
kl. 14:00 – Dagskrárlok

Að viðburðinum standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Byggðastofnun, Vinnumálastofnun, Atvinnumál  kvenna, Menningarráð Norðurlands vestra, SSNV, Vaxtarsamningur Norðurlands vestra og Virkja. Allir velkomnir án endurgjalds. Hittumst hress og hugmyndarík.

Hvað: Opið hús hjá Nýsköpunarmiðstöð

Hvar og hvenær: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Keldnaholti í Grafarvogi, Reykjavík kl. 15:00 – 17:00.

Ertu með viðskiptahugmynd? Ertu að hugsa um að stofna fyrirtæki? Eða langar þig bara að forvitnast um starfsemina? Kíktu í kaffi!

Miðvikudagur 18. nóvember

Hvað: Nýsköpunarstefna fyrir Vestmannaeyjar - umræðufundur

Hvar og hvenær: Nýsköpunarmiðstöð Íslands í  Vestmannaeyjum, Bárustíg 1, kl. 10:00-12:00.

Opnar umræður sem stýrt verður af fulltrúum Nýsköpunarmiðstöðvar  og Atvinnuþróunarfélags Suðurlands um væntanlega nýsköpunarstefnu fyrir Vestmannaeyjar. 

Hvað: Fab Academy - tölvustýrð fræsing

Hvar og hvenær: Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum, Bárustíg 1, kl. 13:00-18:00.

Kennd verða helstu atriði sem skipta máli varðandi tölvustýrða fræsingu. Prófessor Neil Gershenfeld  frá MIT verður með fyrirlestur í gegnum fjarfundabúnað og á staðnum verður farið yfir notkun á tækjunum.

Hvað: Norðurljós: Kveikjum á perunni! – Opinn fundur

Hvar og hvenær: Félagsheimilið, Blönduósi, kl. 11-14

Líkt og norðurljósin varpa birtu á dimmum vetrarkvöldum er ætlunin að lýsa upp skammdegið með öflugri hugmyndavinnu þar sem unnið verður með tækifæri og möguleika á svæðinu.

Dagskrá opins fundar:

kl. 11:00 - Kveikt á perunni - Stutt erindi um hugmyndir og vöruþróun
kl. 11:15 – Hugmyndasmiðja
kl. 12:15 - Léttur hádegisverður
kl. 12:30 - Að fenginni reynslu - Reynslusaga frumkvöðuls
kl. 13:00 - Hugmyndir og hvað svo? - Unnið með hugmyndir og næstu skref
kl. 14:00 – Dagskrárlok

Að viðburðinum standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Byggðastofnun, Vinnumálastofnun, Atvinnumál  kvenna, Menningarráð Norðurlands vestra, SSNV, Vaxtarsamningur Norðurlands vestra og Virkja. Allir velkomnir án endurgjalds. Hittumst hress og hugmyndarík.

Fimmtudagur 19.  nóvember

Hvað: Úr reynsluheimi frumkvöðla -  Kaffihúsahittingur

Hvar og hvenær: Súfistinn, Laugavegi 18 kl. 12:00– 13:00.

Nú er kominn tími fyrir jákvæðar fréttir! Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur safnað saman frábæru athafnafólki til að miðla af reynslu sinni. Athafnafólkið fær aðeins fimm mínútur til að segja okkur eitthvað skemmtilegt og gefa góð ráð.

Hvað: Þrívíddarhönnun með Blender

Hvar og hvenær: Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum, Bárustíg 1, kl: 10:00-12:00

Kennd verða grunnatriði í notkun á frjálsum og opnum þrívíddarhugbúnaði (Blender)  til að gera módel, teiknimyndir og tölvuleiki.

Hvað: Norðurljós: Kveikjum á perunni! – Opinn fundur

Hvar og hvenær: Café síróp, Hvammstanga, kl. 11-14

Líkt og norðurljósin varpa birtu á dimmum vetrarkvöldum er ætlunin að lýsa upp skammdegið með öflugri hugmyndavinnu þar sem unnið verður með tækifæri og möguleika á svæðinu.

Dagskrá opins fundar:

kl. 11:00 - Kveikt á perunni - Stutt erindi um hugmyndir og vöruþróun
kl. 11:15 – Hugmyndasmiðja
kl. 12:15 - Léttur hádegisverður
kl. 12:30 - Að fenginni reynslu - Reynslusaga frumkvöðuls
kl. 13:00 - Hugmyndir og hvað svo? - Unnið með hugmyndir og næstu skref
kl. 14:00 – Dagskrárlok

Að viðburðinum standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Byggðastofnun, Vinnumálastofnun, Atvinnumál  kvenna, Menningarráð Norðurlands vestra, SSNV, Vaxtarsamningur Norðurlands vestra og Virkja. Allir velkomnir án endurgjalds. Hittumst hress og hugmyndarík.

Hvað: Drifkraftur og athafnasemi - ráðgjafatorg

Hvar og hvenær: Ketilhúsið, Akureyri kl. 15:00 – 18:00.

Aðilar í stuðningsumhverfi atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi munu veita upplýsingar um þjónustu sína og kynnt verða góð dæmi um drifkraftinn í norðlensku atvinnulífi.

kl. 15:00 - Grasrót – iðngarðar og nýsköpun
Kl. 15:30 - Gebris – nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu
kl. 16:00 - Stofnun Vilhjálms Stefánssonar – Trossan
Kl. 16:30 - Snjótöfrar og jólasveinarnir í Dimmuborgum
Kl. 17:00 - North Hunt – skotveiðitengd ferðaþjónusta
Kl. 17:30 - Sævör ehf. – Náttúrutengd köfun í ferðaþjónustu.

Föstudagur 20.  nóvember

Hvað: Opið hús hjá Nýsköpunarmiðstöð á Húsavík

Hvar og hvenær: Garðarsbraut 5, 3. hæð kl. 9:00 – 12:00.

Ertu með viðskiptahugmynd? Ertu að hugsa um að stofna fyrirtæki? Eða langar þig bara að forvitnast um starfsemina? Kíktu í kaffi!

Hvað: Frumkvöðlar í Vísindaporti

Hvar og hvenær: Háskólasetur Vestfjarða, Ísafirði kl. 12:10

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur fengið þrjá frumkvöðla til að miðla af reynslu sinni í Vísindaportinu sem er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum í Háskólasetri Vestfjarða. Fulltrúar fyrirtækjanna Kerecis, Ferðaþjónustunnar Arnardal og Murr  munu fjalla um þeirra sýn á ferlið frá hugmynd til vöru.

Send to a friend

Snilldarlausnir Marel Hugmyndasamkeppni Framhaldsskólanna

 0 Comments- Add comment Written on 30-Oct-2009 by svenni57

Snilldarlausnir, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna er einn stærsti einstaki þáttur Alþjóðlegrar Athafnaviku á Íslandi og fer keppnin nú fram í fyrsta sinn. Keppnin gengur út á það að hverjum hópi þátttakenda er fenginn ákveðinn einfaldur hlutur sem hópurinn reynir að gera sem mest virði úr. Virðið getur t.d. verið félagslegt, fjárhagslegt, út frá umhverfissjónarmiði eða annað í þeim dúr og hluturinn getur t.d. verið bréfaklemma, plastflaska, sogrör eða A4 blað.

 Þann 6. nóvember verður hlutur keppninnar kynntur fyrir þátttakendum og hefst þá keppnin með formlegum hætti. Þátttakendur hafa svo rúma viku til þess að útbúa sitt framlag en öll framlögin eru send inn í formi myndbanda.

Þann 15. nóvember lýkur svo keppni en daginn eftir hefst Athafnavikan sjálf. Viku síðar, sunnudaginn 22. nóvember mun dómnefnd skipuð valinkunnum einstaklingum tilkynna úrslit.

Veitt verða verðlaun fyrir bestu hugmyndina en einnig sérstakar viðurkenningar fyrir frumlegustu hugmyndina og flottasta myndbandið.

Hér eru nokkur dæmi úr sambærilegri keppni þar sem plastflaska var einfaldi hluturinn:

http://www.youtube.com/watch?v=p6H12zMx_Kk

http://www.youtube.com/watch?v=Pueo6aVSzjY

http://www.youtube.com/watch?v=_u6SZ6sljFY

Send to a friend

Frumkvöðlasaga Villimeyjar

 0 Comments- Add comment Written on 29-Oct-2009 by svenni57

Aðalbjörg Þorsteinsdóttir einn af talsmönnum Alþjóðlegar Athafnaviku, er stofnandi og eigandi fyrirtækisins Villimey sem framleiðir krem og smyrsl úr íslenskum jurtum.

Villimey slf. er sprotafyrirtæki í nýsköpun á sviði náttúruvöruframleiðslu með alþjóðlega vottun Túns  sem lífræn framleiðsla. Villimey safnar íslenskum jurtum úr villtri náttúru Vestfjarða.

Aðalbjörg gegnir nú sæmdarheitinu Merkisberi Útflutningsráðs í eitt ár eftir að markaðsskýrsla hennar var valin sú besta á námskeiði fyrir atvinnurekendur í útrásarhug. Aðalbjörg, sem stendur í vöruþróun og hyggur á útflutning, hefur sérstaka tilfinningu fyrir virkni jurta og virðist vita lengra en nef hennar nær í þeim efnum.

Aðalbjörg, ásamt fjölskyldunni, tínir íslenskar jurtir í afurðir sínar og vinnur þær frá a til ö. „ Ég er fædd og uppalin á Vestfjörðum og þótt ég hafi búið annars staðar um árabil, hef ég alltaf verið hér á sumrin, firðirnir toga sterkt í mig,“ segir Aðalbjörg. „Ég byrjaði að tína jurtir og malla krem og seyði til að nota við kvillum heimilisfólksins auk ættingja og vina. Upphaflega hvarflaði ekki að mér að fara út í rekstur en mágkona mín sagði að ég yrði að leyfa öðrum að njóta árangursins af þessu og fleiri hvöttu mig áfram vegna jákvæðrar reynslu af vörunum. Grunnurinn að þessu var að mig langaði að hjálpa fólki og af því að það gekk vel ákvað ég að taka þetta lengra.“

Ætti að vera hægt að borða allt sem maður ber á sig

Vinnsla Aðalbjargar fékk fljótlega eigið húsnæði. Nú eru þrír starfsmenn hjá Villimey. „Allar vörurnar eru handunnar alla leið og fólk sem heimsækir okkur verður oft hissa þegar það sér ferlið. Við gerum allt sjálf, límum meira að segja miðana á hverja einustu vöru. Fólk hefur tekið vörunum vel og það hefur verið stígandi í sölunni frá upphafi. Fólk trúir misvel á virkni jurta en ég held að það sé að aukast sem og vitund fyrir hreinleika vara. Allt sem maður ber á húðina á sér fer inn í blóðrásina og fólk verður að gerast meðvitaðra um það. Almennt veltir fólk þessum hlutum meira fyrir sér en áður og í raun ætti maður að geta borðað allt sem maður ber utan á sig.“

Aðalbjörg kveðst alltaf hafa haft áhuga á jurtum og lækningamætti náttúrunnar. „Á unglingsaldri las ég norsku bækurnar um Ísfólkið og það eina sem ég man úr þeim er virkni jurtanna sem skrifað er um. Við lesturinn kviknaði áhuginn á þessu af krafti og hefur haldist síðan.

Það er kannski engin tilviljun að allar vörur Aðalbjargar bera galdranöfn. „Sú hugmynd kom frá Kristjáni Hreinssyni, Skerjaskáldi, þar sem ég má ekki láta vörurnar bera nöfn þeirra kvilla sem þær vinna gegn,“ segir hún, en Kristján hefur einnig samið vísur um Aðalbjörgu og vörur hennar sem mikið eru notaðar í kynningu á vörunum. „Ég mun halda mig við þetta í markaðssetningu erlendis enda er kveðskapurinn sterkt íslenskt einkenni. Kristján hefur þegar snarað nokkrum vísnanna yfir á ensku og ég geri ráð fyrir að halda göldrunum inni í þessu líka með einhverjum hætti. Hér á Vestfjörðum hefur alltaf verið mikið um galdra og svo má ekki gleyma því að ekki er hægt að véfengja hindurvitni,“ segir hún loks og brosir kankvíslega. Það er best að leyfa Kristjáni að eiga síðasta orðið, en svona kvað hann um Aðalbjörgu:

Aðalbjörg er ein af þeim
sem orku kann að brúka
hún trítlar inní töfraheim
til að lækna sjúka.:

Send to a friend
Loading …
  • Server: web1.webjam.com
  • Total queries:
  • Serialization time: 121ms
  • Execution time: 128ms
  • XSLT time: $$$XSLT$$$ms