Fréttir af Alþjóðlegri athafnaviku »
Viewing Posts matching 'viðburður í blönduvirkjun'

Ný sóknarfæri á Norðurlandi vestra

 0 Comments- Add comment Written on 13-Nov-2009 by svenni57

Í tilefni af alþjóðlegri athafnaviku, býður Landsvirkjun, í samstarfi við Vaxtarsamning Norðurlands vestra, til samráðsfundar í Blönduvirkjun, fimmtudaginn 19. nóvember næstkomandi.  Fundurinn stendur frá kl. 14 – 18. 

Ný sóknarfæri á Norðurlandi vestra – umhverfi og afurðir  

Rætt verður um þau sóknarfæri sem felast í umhverfisvænum áherslum í atvinnu- og menningarlífi í fjórðungnum.  Sem dæmi ná nefna nýja og/eða betri nýtingu afurða, jafnvægi milli verndunar og aðgengis náttúruperla, fræðslu og rannsóknir. 

Fundinum er ætlað að skapa umræðu og gerjun og tengja saman fólk sem hefur áhuga á þessum málum og vill eiga þátt í að móta hugmyndir og gera að veruleika.   

DAGSKRÁ 

14.00             Setning fundar    Þorsteinn Hilmarsson, Landsvirkjun 
14.10             Fyrirkomulag fundar 
14.20             Kynning þátttakenda 
15.05             Auðlindir og mannauður á Norðurlandi vestra – heildarmyndin 
15.15             Kaffihlé 
15.30             Hvað væri mögulegt?  Hugmyndir, umræða og úrvinnsla 
17.15             Hvað svo?    
17.45             Vaxtarsamningur og sóknarfærin Hjördís Gíslad. framkv. Vaxtarsamnings                                                   
17.55             Fundarslit 
18.00             Skoðunarferð um Blönduvirkjun 
18.45             Kvöldverður í boði Landsvirkjunar 

Umsjón með fundinum hefur Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hjá ILDI, ráðgjöf og þjónustu.  

Hvers vegna Landsvirkjun? 

Eins og fram kom hér að ofan er alþjóðleg athafnavika kveikjan að því að þessi fundur er haldinn nú.  Landsvirkjun hefur 
markað sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og vill taka þátt í verkefnum sem leitt geta til jákvæðrar þróunar á þeim 
stöðum þar sem fyrirtækið er með starfsemi.  Samkvæmt upplýsingum frá heimamönnum er víða á Norðurlandi vestra 
verið að skoða sóknarfæri sem felast í umhverfisvænum áherslum varðandi afurðir og margt fleira.  Fundurinn er 
haldinn til að leiða saman aðila af öllum svæðum fjórðungsins.  Fundurinn er í umsjón hlutlauss fagaðila, sem mun í 
samvinnu við framkvæmdastjóra Vaxtarsamnings vinna samantekt um skilaboð fundarins.  Ef fundarmenn ákveða að 
halda áfram að vinna að þessum málum, hefur Landsvirkjun áhuga á að vera þátttakandi í því. 

Send to a friend
Loading …
  • Server: web1.webjam.com
  • Total queries:
  • Serialization time: 73ms
  • Execution time: 81ms
  • XSLT time: $$$XSLT$$$ms